Heiða Ingólfsdóttir, sem lék með kvennaliði ÍBV í N1 deildinni í vetur, hefur ákveðið að söðla um og spila með Fylki næsta vetur. Heiðar skipti yfir í ÍBV fyrir síðasta tímabil en hún var búsett í höfuðborginni í vetur. Þá mun Guðbjörg Guðmannsdóttir ekki heldur spila með liðinu næsta vetur þar sem hún er ólétt.