Frárennslisrör norðan Eiðis hafa skemmst nokkuð af völdum óveðurs í vetur og fara verður í viðgerðir og endurbætur fyrr en síðar. Þetta kom fram á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs þar sem Friðrik Björgvinsson og Ólafur Þ. Snorrason fóru yfir frumtillögur að framtíðarlausn í fráveitu norðan Eiðis.