Heill og sæll aftur Ögmundur minn. Ég þakka þér fyrir svarbréf þitt við ákalli um Landeyjahöfn. Verð þó að viðurkenna að heldur þótti mér það rýrt í roðinu að flestu leyti en þó ekki öllu. Þú segir „þó var það talið hæft til dýpkunarvinnu“ við aðstæður í Landeyjahöfn eins og komið hefur á „daginn“. Það held ég að sé beinlínis rangt mat hjá þér. Annað hefur komið á daginn. Skipið kom 11. febrúar og í dag er 14. apríl og verkefnið er óleyst.