Langtíma lausn í sorpmálum Eyjamanna er að endurnýja sorpbrennsluna, segir bæjarstjóri Vestmannaeyja. Bærinn þarf að skila inn tillögum til úrbóta til Umhverfisstofnunar fyrir páska eftir að í ljós hefur komið að ryk og díoxín er enn mikið í útblæstri stöðvarinnar.