Anna Alexandra, sópransöngkona, sem eitt sinn var hér tónlistarkennari og kórstjóri Samkórsins, verður gesta organisti í Landakirkju sunnudaginn 22. maí kl. 11. Hún er að koma hingað til Eyja að heilsa uppá vini sína um helgina áður en hún heldur til starfa í Danmörku. Hún hefur nýverið lokið prófi kirkjuorganista. Kór Landakirkju syngur og sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar.