ÍBV mætir Keflavík í kvöld klukkan 20:00 en leikurinn fer fram á Keflavíkurvelli. Eyjamenn hafa ekki riðið feitum hesti frá þeim velli síðustu tvö ár en vilja gjarnan breyta þeirri sögu í kvöld. Þar sem leikurinn fer fram svo seint um kvöld, þá geta stuðningsmenn ÍBV í Eyjum ekki fylgst liðinu, nema gista eina nótt. En fyrir þá sem vilja sjá leikinn, þá verður hann í beinni útsendingu í Hallarlundi.