ÍBV er komið upp í annað sæti deildarinnar með 10 stig eftir laglegan sigur á Keflavík á útivelli. Sigurinn var sannfærandi, Keflvíkingar náðu sjaldan að ógna marki ÍBV á meðan Eyjamenn fengu mun fleiri færi og hefðu í raun átt að gera út um leikinn með því að skora þriðja markið. Mörkin tvö komu strax á fyrstu tíu mínútum leiksins, fyrst skoraði Tryggvi Guðmundsson á 1. mínútu og Andri Ólafsson bætti svo við öðru marki á þeirri 10.