Nú er unnið hörðum höndum að því að hreinsa útisvæði Sundlaugar Vestmannaeyja. Þunnt öskulag sem ekki fauk burt í gær, liggur yfir svæðinu auk þess sem pottar og laugar útisvæðisins eru fullir af ösku. Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar vinnur nú að hreinsuninni, reynslunni ríkari enda aðeins um ár síðan síðast þurfti að fara í svipaðar hreinsunaraðgerðir.