Nýliðar ÍBV í Pepsídeild kvenna fara heldur betur vel af stað í Íslandsmótinu. Stelpurnar byrjuðu á því að vinna Þór/KA 5:0 á útivelli og í kvöld tóku Eyjastelpur á móti Aftureldingu. Lokatölur urðu 5:0 og hefur ÍBV því fullt hús stiga eftir tvær umferðir og markatalan er sérlega glæsileg, 10:0. Aðstæður í kvöld voru reyndar allt annað en góðar, strekkingsvindur en þrátt fyrir það var ÍBV mun sterkari aðilinn.