ÍBV tekur á móti Þrótti í 4. umferð Pepsídeildar kvenna í kvöld á Hásteinsvellinum en leikurinn hefst klukkan 18:00. ÍBV hefur unnið fyrstu þrjá leikina og á enn eftir að fá á sig mark en hefur skorað tólf mörk. Þróttur hefur hins vegar gert tvö jafntefli, gegn KR og Breiðabliki en tapað fyrir Stjörnunni. Það verður því spennandi að sjá hvort nýliðar ÍBV haldi áfram sigurgöngu sinni og haldi um leið efsta sætinu.