Litla kvótafrumvarpið var samþykkt á Alþingi á laugardaginn en þá höfðu verið gerðar á því umtalsverðar breytingar en þær nægðu ekki til að sátt næðist. Stóra frumvarpið var lagt til hliðar og verður tekið upp í haust. Verði það samþykkt er um algjöra uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu að ræða. Sátt var um að fara hina svokölluðu samningaleið þar sem samið yrði við útgerðir um nýtingarrétt til ákveðins árafjölda. Aftur á móti er deilt um framsalið sem sjávarútvegsráðherra vill að verði aflagt á 15 árum. Slagurinn stendur líka um lengd samninganna og um hina svokölluðu potta ráðherra.