Vegna veðurs var ekki siglt frá Vestmannaeyjum klukkan 11:30 og 13:00 í dag eins og gert var ráð fyrir samkvæmd áætlun skipsins. Fjöldi fólks er nú í Vestmannaeyjum og bíður þess að komast til síns heima en Goslokahátíðin fór fram í Eyjum um helgina. Flugsamgöngur gengu hins vegar venju samkvæmt í morgun og flaug Flugfélagið Ernir morgunferð sína og síðari ferð dagsins er áætluð síðdegis. Vegna veðurs var ekki siglt frá Vestmannaeyjum kl.11.30 í dag og ferðin frá Landeyjahöfn kl.13:00 var líka felld niður. Miðar í 13:00 ferðina gilda nú í 16:00 ferðina.