Ungur maður stökk fyrir borð á Herjólfi þegar skipið var að leggjast við bryggju í Eyjum fyrir Þjóðhátíð og synti í land. Á bryggjunni beið ástin í lífi mannsins, sem virðist ekki hafa ráðið við sig eftir að hafa komið auga á ungu konuna. Uppátækið var birt á vefsíðunni www.superman.is en myndbandið má sjá hér að neðan.