Unnur Brá Konráðsdóttir beindi spurningu til innanríkisráðherra í morgun í fyrirspurnartíma á Alþingi um ferjumál á þjóðveginum til Eyja. Unnur sagði ljóst að Herjólfur væri ekki það skip sem hægt væri að nota til framtíðar. Hún spurði annarsvegar hvernig vinnu starfshóp um undirbúning nýrrar ferju miðaði og hins vegar hvaða vinna væri í gangi varðandi veturinn sem nú er að hefjast, hvort hugsanlega hvort Baldur verði fenginn til að leysa Herjólf af eða sambærilegt skip.