Mikið er hringt á ritstjórn Frétta og spurt hvort við vitum eitthvað um siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn. Ölduhæð við Landeyjahöfn er núna 1,5 metri á báðum duflunum og hér eru birtar tvær myndir, önnur er frá dýptarmælingu 29. júlí í sumar hin er frá því gær, 19. október. Fyrir leikmann virðist dýpi nægjanlegt, en einhverjar aðrar ástæður kunna að liggja að baki því að ekki er siglt þangað.