Tveir Eyjapeyjar hafa verið valdir í U-18 ára landslið karla í handbolta en um er að ræða svokallaðan úrtakshóp. Þetta eru þeir Bergvin Haraldsson og Hallgrímur Júlíusson en báðir leika þeir með ÍBV. Liðið æfir um næstu helgi en þjálfari liðsins er Heimir Ríkharðsson.