Ingunn S. Júlíusdóttir, sem fagnaði 100 ára afmæli sínu mánudaginn 24. október síðastliðinn, færði Krabbavörn Vestmannaeyja gjöf í gær, mánudag. Í stað gjafa á afmælisdaginn, bað hún veislugesti að gefa í söfnun fyrir Krabbavörn. Alls söfnuðust 190 þúsund krónur sem Ingunn afhenti Ester Ólafsdóttur, formanni Krabbavarna í gær.