Theodór Sigurbjörnsson, handboltamaðurinn efnilegi hjá ÍBV, hefur verið valinn í lokahóp U-20 ára landsliðs Íslands. Liðið tekur þátt í Opna Evrópumótinu í Noregi en liðið leikur þar gegn Noregi, Tékkum og Svíþjóð um næstu helgi. Theodór hefur leikið vel með ÍBV í 1. deildinni en hann er örvhentur hornamaður sem hefur líka leikið sem skytta.