Unnið hefur verið við sanddælingar í Landeyjahöfn í 1.192 stundir það sem af er ári. Þar er talinn saman sá tími sem unnið var á sanddæluskipinu Skandia og sanddæluskipinu Perlunni. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokks. Þá kemur fram að til ágústloka hafi verið dælt 176.336 rúmmetrum af sandi úr höfninni. Magnið í hverjum mánuði hafi verið á bilinu 2–51 þúsund rúmmetrar.