Heildarúthlutun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna lækkunar tekna sveitarfélaga af fasteignaskatti á árinu 2012 nemur 2.847 milljónum króna. Af þeirri upphæð koma 3.87% í hlut Vestmannaeyjabæjar eða rúmar 103 milljónir króna. Um 110 milljónir koma í hlut Vestmannaeyja vegna útgjaldajöfnunar. Jöfnunarsjóðurinn greiðir fyrirfram 60% af áætluðu framlagi sveitarfélaganna.