Kvennalið ÍBV varð í dag Íslandsmeistari í Futsal, innanhússknattspyrnu. Síðari helmingur Íslandsmótsins fór fram í dag en þá lék ÍBV gegn Þrótti og Fylki en áður hafði liðið unnið Fjölni og HK/Víking. Fylkir og ÍBV voru jöfn að stigum með sex stig eftir fyrri hlutann en ÍBV hafði betur í viðureign liðanna 2:3. Stelpurnar tryggðu sér svo sigurinn í mótinu með 5:11 stórsigri á Þrótti.