Nú eru í gangi í Framhaldsskólanum svokallaðir Skapandi dagar, sem tóku við af opnum dögum eins. Á Skapandi dögum taka nemendur og kennarar skólans sér frí frá námsbókunum og taka sér fyrir hendur annarsskonar verkefni innan veggja skólans. M.a. er starfandi matarklúbbur, árshátíðarhópur, listahópur, tónlistarhópur og útvarpshópur en útvarp skólans er á fm 104,7.