Fyrri ferð Herjólfs miðvikudaginn 7. mars fellur niður vegna mjög óhagstæðar ölduspár sem gerir ráð fyrir allt að 9,9 metra ölduhæð og er það í samræmi við áður útgefna viðvörun. Ákvörðun um seinni ferð Herjólfs miðvikudag verður gefin út kl 12 á morgun en samkvæmt öldspá er útlitið því miður ekki gott. Það sama á við um báðar ferðir fimmtudag þe. mjög óhagstæð ölduspá.