Línumaðurinn sterki, Ivana Mladenovic var í gær úrskurðuð í leikbann af aganefnd HSÍ. Ivana fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik FH og ÍBV lauk um síðustu helgi en um var að ræða rautt spjald með skýrslu, sem þýðir eins leiks bann. Rauða spjaldið fékk Ivana fyrir að klappa fyrir öðrum dómara leiksins og segja „good referee“, eftir því sem kemur fram á heimasíðu ÍBV. Leikbannið kemur sér verulega illa fyrir ÍBV sem tekur á móti efsta liði N1 deildarinnar, Fram á föstudaginn.