Nú eru rétt rúmir 17 dagar í að Þjóðhátíð Vestmannaeyja hefjist en um 6.000 manns hafa þegar tryggt sér miða í forsölu. Forsölunni er þó ekki enn lokið, því hægt verður að nálgast miða á 16.900 til 1. ágúst en eftir það kostar miðinn 18.900 kr. Forsala miða fer fram á
Dalurinn.is. Í kvöld hófst svo undirbúningur í Herjólfsdal þegar fyrstu mannvirkin voru flutt í Dalinn. Þegar tíðindamaður Eyjafrétta var á ferðinni, voru þeir Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags og Magnús Sigurnýjas Magnússon, bifreiðastjóri að koma fyrstu gámunum fyrir.