Fjölmargir hafa notið veðurblíðunnar í Vestmannaeyjum í dag, rölt í miðbæinn og jafnvel fengið sér ís. Mestmegnis hefur þetta verið mannfólkið en einhverjir málleysingjar hafa fengið að fylgja með, þá oftast hundar í ól. En ær með tvö lömb rölti í rólegheitum í miðbænum nú fyrir skömmu. Eins og gefur að skilja vakti heimsókn hennar nokkra athygli, svo mikla reyndar að hún leitaði skjóls í bakgarði einum í miðbænum.