Nú fer senn að líða að þjóðhátíð sem er eins og við öll vitum, okkar stærsta hátíð á sumrinu. Fáar útihátíðir eiga sér eins sögulegar rætur og í augum okkar Eyjamanna er þetta dýrmætur arfur sem öllum þykir vænt um og vilja vernda. Þjóðhátíð er fjölskylduhátíð þar sem Herjólfsdalur er prýddur fallegum skreytingum, tjöldum slegið upp og gleðin látin ríkja.