Rölt á bryggjurnar gefur manni skemmtilega sýn á lífið. Þar er alltaf eitthvað að gerast. Í gærdag voru bátarnir að landa, veðrið var himneskt og mannlífið var í bland, athafnalíf og spjall. Í Friðarhöfninni var Vestmannaey VE að landa og áhöfnin á Drangavík að gera veiðafærin klár. Og ofan við Básaskersbryggju var verið að undirbúa opnun á nýjum veitingastað, sem á að heita Canton og ætlar að bjóða kínverskan mat. Halldór Halldórsson var að venju í góðu skapi og tók einn bryggjurúnt með vídeóvélina.