Tveimur lögreglumönnum hefur verið bætt við lögregluliðið sem verður að störfum á Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Fréttastofa RÚV greindi frá því í gær að tveir fíkniefnahundar verði í Eyjum um helgina en embætti ríkislögreglustjóra leggur hins vegar til færri lögreglumenn með þeim en á hátíðinni í fyrra.