Í gærkvöldi var brennan tendruð á Fjósakletti og var það gert með hvelli í orðsins fyllstu merkingu. Þannig sveif flugeldur ofan úr fjallshlíðinni og niður á brennunni og í kjölfarið kom mikil sprenging, sem kveikti í brennunni. Hún logaði svo glatt fram eftir nóttu og yljaði gestum hátíðarinnar.