Annar dagur þjóðhátíðar hefur gengið vel en veðrið hefur verið einstaklega gott í Eyjum í dag, sól, logn og hlýtt. Önnur stórhátíð á sér stað nokkra kílómetra sunnan við Vestmannaeyjar, nánar tiltekið í London þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. Núna klukkan 18:30 hefst einmitt leikur Íslands og Frakklands í handbolta en þjóðhátíðargestir geta fylgst með leiknum á risaskjám í Herjólfsdal.