Vinavika stendur nú yfir í Grunnskóla Vestmannaeyja. Ákveðið hefur verið að miðvikudagurinn verði Græni vinadagurinn í Vestmannaeyjum og rímar það við Olweusaráætlunina sem við vinnum eftir, þar sem það að vera græni karlinn merkir afstöðu gegn einelti. Þennan dag ætlum við að undirstrika á tvennan hátt að við leggjum áherslu á vináttu og tökum afstöðu gegn einelti bæði í orði og á borði. Annars vegar með því að skrifa undir sáttmála gegn einelti og hins vegar að fara í heimsóknir á vinnustaði í bænum með skilaboð sem ættuð eru úr Olweusaráætluninni. Tilgangurinn er að kynna það sem við erum að gera í skólanum og reyna að fá sem flesta bæjarbúa í lið með okkur.