Um klukkan hálf fjögur í dag var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út að húsnæði við Bárustíg, þar sem veitingastaðurinn Lanterna var áður til húsa og þar áður veitingastaðurinn Bjössabar. Þegar að var komið var mikill reykur innandyra en reykkafarar slökktu eld sem logaði inni. Svo virðist sem einhverjir hafi kveikt varðeld inn í miðju húsi og látið sig svo hverfa en Ragnar Baldvinsson, slökkvistjóri segir um hættulegan leik að ræða.