Páll Óskar er á leið til Eyja og í samráði við Höllina og félagsmiðstöðina Rauðagerði, ákvað hann að lengja ferðina og gefa allt í alvöru unglingaball í Höllinni. Palli er án nokkurs vafa vinsælasti skemmtikraftur landsins og hefur verið það í nokkur ár. Hann hefur algjörlega farið á kostum á síðustu Þjóðhátíðum og það verður að segjast alveg eins og er að allt sem Páll Óskar gerir, gerir hann 110%.