KFS hélt sitt lokahóf á laugardaginn en leikmenn, þjálfari og velunnarar félagsins fögnuðu þar sumrinu. Besti leikmaður sumarsins var Davíð Þorleifsson en farið er eftir hávísindalegri einkunargjöf Hjalta Kristjánssonar, þjálfara. 39 leikmenn léku með KFS í sumar en Sæþór Jóhannesson varð markahæstur og er nú næst markahæstur í sögu félagsins.