Kvennalið ÍBV tekur þátt í Deildarbikarnum í ár en fjögur efstu lið deildarinnar taka þátt í keppninni. Liðin fjögur byrja á að leika í undanúrslitum þar sem Valur og Stjarnan eigast við annars vegar og hins vegar Fram og ÍBV. Báðir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði fimmtudaginn 27. desember. Leikur Vals og Stjörnunnar hefst klukkan 18:15 en Fram og ÍBV klukkan 20:00.