Árlega velja Lionsmenn í Vestmannaeyjum, í samstarfi við HS veitur, Jólahús Vestmannaeyja. Í ár var húsið við Höfðaveg 43C fyrir valinu en þar búa Guðmundur Huginn Guðmundsson og Þórunn Gísladóttir. „Valið var erfitt enda mörg hús fallega skreytt í ár. Í öðru sæti var húsið við Höfðaveg 65 og í þriðja sæti voru tvö hús jöfn, Illugagata 32 og Birkihlíð 11,“ sagði Ingimar Georgsson.