Það fór ekki eins og flestir vonuðust til að leikur Fram og ÍBV í undanúrslitum Deildarbikarsins yrði jafn og spennandi. Skemmst er frá því að segja að Fram var mun sterkari aðilinn í leiknum enda 22:14 yfir í fyrri hálfleik en ÍBV liðið skoraði aðeins fjögur mörk í síðari hálfleik og lokatölur 41:18 fyrir Fram. Athygli vekur að ungar handknattleiksstúlkur skoruðu alls átta af 18 mörkum ÍBV, þar á meðal skoraði Arna Þyrí Ólafsdóttir 3 mörk en hún er aðeins fimmtán ára.