Eins og vinnulöggjöfin er í dag, þá eru það samtök atvinnulífsins, sem sjá að mestu um samninga um kaup og kjör. Höfundi finnst persónulega, að það megi auðvitað velta því fyrir sér, hvort að það sé eðlilegt að þvinga fólk í sérstakt verkalýðsfélag, sem hafi einkarétt á velferð þess, þótt það ráði litlu sem engu í félaginu? Í lýðræðisþjóðfélagi ætti það að vera hverjum og einum frjálst að velja sér sitt félag eða þá að velja að standa utan þeirra.