Í gær völdu Eyjamenn sér stæði í Herjólfsdal fyrir hvítu tjöldin sem eru stór hluti af Þjóðhátíð sem hefst á morgun, föstudag. Síðustu tvö ár hefur verið talið niður þannig að allir fái jöfn tækifæri. Reyndar er sú ágæta regla í gildi að starfsmenn í Herjólfsdal fá tveggja mínútna forskot en í ár voru einhverjir sem áttu erfitt með að hemja sig og hlupu af stað fljótlega á eftir starfsmönnunum.