Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki og 9. þingmaður Suðurkjördæmis segir ástandið í samgöngumálum Vestmannaeyinga óviðunandi. �??�?etta eru algjörlega óviðunandi aðstæður sem eru komnar upp í samgöngumálum til og frá Vestmannaeyjum. Ástæðan fyrir skertum samgöngum er það alvarlega í þessu máli. �?að að aðilar hafa ekki náð samningum sín á milli en ekki náttúruöflin eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður. Verkföll er lagalegur réttur launþega til að skapa þrýsting á að samningar náist. Í þessu tilfelli ætti sá þrýstingur að myndast vegna þeirra alvarlegu áhrifa sem þetta hefur á samgöngur á milli Vestmannaeyja með tilheyrandi óþægindum fyrir, íbúa, fyrirtæki og gesti. Einnig á að vera skýr krafa frá Vegagerðinni um þeim samningum sem þeir hafa gert vegna samgöngumála við Vestmannaeyjar skuli sinnt. �?að er hlutverk okkar stjórnmálamannanna að taka þátt í því að þrýsta á aðila að ná samningum hið fyrsta og láta vita að það sé ekki í boði að málið þokist ekkert áfram.�??
Fyrirspurning var send til þingmanna áður en fréttir af lokun flugvallarins á laugardögum barst.
Hér að neðan má lesa bréf sem ritstjórn Eyjafrétta sendi á alla tíu þingmenn kjördæmisins:
Kæri þingmannahópur Sunnlendinga
Eins og þið kannski vitið, er verkfall háseta, bátsmanna og þerna hafið um borð í Herjólfi. Verkfallið hefur nú staðið í tæpa viku og íbúar Vestmanneyja þegar farnir að finna illilega fyrir verkfallsaðgerðum, sem halda samfélaginu hér í heljargreipum. Skipið siglir nú aðeins eina ferð á virkum dögum, enga á laugardögum og sunnudögum. �?fært hefur verið í Landeyjahöfn undanfarið og verður fram í næstu viku. Verkfallið bitnar einkum á íbúum Vestmannaeyja, þeim sem síst mega við því, barnafjölskyldum og þeim sem þurfa að sækja læknisþjónustu til höfuðborgarinnar. Sem dæmi má nefna íþróttahópa sem annars færu í dagsferð um helgi, þurfa nú að fá frí tvo daga í skóla, gista í þrjár nætur með tilheyrandi aukakostnaði foreldra. Dæmi eru um að þeir sem þurfi að sækja læknisþjónustu, þurfi frí úr vinnu í þrjá daga. Við þetta má bæta raunverulegt tap fyrirtækja í bænum.
Eyjafréttir leita eftir viðbrögðum þingmanna kjördæmisins við þessari stöðu sem upp er komin og hvernig þú ætlar að beita þér fyrir því að samgöngumálum verði komið aftur í viðunandi horf. �?að bendir nefnilega allt til þess að deiluaðilar séu ekkert að nálgast í viðræðum, sem reyndar hafa ekki verið í gangi síðan í síðustu viku. Deiluaðilar hafa ekki séð ástæðu til að funda, svo mikið ber á milli. Er þá ekki komin rík ástæða fyrir hið opinbera að grípa inn í?
Júlíus G. Ingason
ritstjóri Eyjafrétta