Nú held ég að flestum okkar sé nóg boðið í þessum Herjólfsmálum. Hin óbærilega þögn þeirra aðila sem eiga að gæta hagsmuna okkar allra varðandi siglingar skipsins er orðin að mjög lélegum kaffistofubrandara. Lítið heyrist frá bæjarstjórn, enn minna frá þingmönnum Suðurlands og ekkert frá Vegagerðinni. Og deiluaðilar eru ekki einu sinni að funda um lausn deilunnar. �?að er því greinilegt að öllum þessum aðilum er skítsama.
Persónulega lít ég þannig á málið: �?að er samningur á milli ríkisins og Eimskipa um siglingar Herjólfs á milli lands og Eyja. �?essum siglingum getur Eimskip ekki sinnt vegna kjaradeilna við hluta af áhöfn sinni á skipinu. Af þessum sökum á Vegagerðin fyrir hönd íslenska ríkisins (okkar) að segja upp þessum samningi og fá einhvern annan aðila til að sinna þessum siglingum. Eimskip er ekki eina fyrirtæki landsins sem getur rekið ferju, það er bara þannig.
Og til að gera þetta enn verra þá er Herjólfur ekki, þrátt fyrir nægt dýpi, að sigla á Landeyjahöfn þegar veður leyfir.
Hvað er eiginlega í gangi ?
Kannski við förum á Austurvöll n.k. föstudag og látum í okkur heyra. Nei, fjandinn�?��?� �?að er engin ferð með skipinu!