Tilboð í hönnun á nýrri Vestmannaeyjaferju voru opnuð hjá Ríkiskaupum rétt fyrir hádegi í dag. �?rjú tilboð bárust í hönnunina en lægsta tilboðið átti Burness Corlett Three Quays í Southampton, Englandi upp á 664.100 evrur. Tilboðið var langlægst af þeim þremur sem send voru inn og um helmingi lægra en næstlægsta tilboðið.
Hin tvö fyrirtækin sem sendu inn tilboð voru Knud E Hansen A/S en tilboð þeirra var upp á 1.616.89 evrur og Polarkonsult AS með tilboð upp á 1.309.120 evrur. Eftir opnun tilboðanna tekur stýrihópur verkefnisins við tilboðunum og fer yfir þau hjá Innanríkisráðuneytinu. Formaður stýrihópsins er Friðfinnur Skaftason, verkfræðingur. �??�?að sem nú tekur við hjá okkur í stýrihópnum er að meta þessi tilboð, hvort bjóðendur séu hæfir og hvort tilboðin séu ásættanleg og standist útreikninga. Við áætlum að þessari vinnu ljúki í maí og ekki hægt að segja til um hvaða tilboði verði tekið á þessari stundu.�??
Friðfinnur tekur undir með blaðamanni að munur á tilboðunum veki athygli. �??Já það vakti furðu mína hversu miklu munar á lægsta tilboðinu og hinum tveimur. Við gerðum kostnaðaráætlun sem ekki var lesin upp við opnun tilboðanna en ég get þó upplýst að lægsta tilboðið er lægra en kostnaðar-
áætlunin sagði til um. Hin tvö
eru hins vegar töluvert hærri.�??
�?rjú tilboð í hönnunina. Eru það fleiri eða færri tilboð en þið reiknuðuð með?
�??Við vissum í raun og veru ekkert um það hversu mörg tilboð myndu berast í hönnun ferjunnar. En það voru töluvert margir aðilar sem sóttu útboðsgögn og í ljósi þess vonuðumst við eftir fleiri tilboðum.�??
Hönnun ferjunnar á að ljúka á þessu ári en ef allt gengur eftir, tekur þá við útboð á smíði ferjunnar.