Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður, boðar til opins borgarafundar í dag, föstudag, klukkan 20:00 á Kaffi Kró. Fundarefnin eru samgöngumál, ferðaþjónustumál og fleira. �??�?g mun koma með mjög óvænta tillögu að skjótri og markvissri lausn samgangna,�?? sagði Árni í stuttu spjalli við Eyjafréttir. Hann bætti því við að fundurinn væri öllum opinn og hvatti hann Eyjamenn um að koma á fundinn og ræða opinskátt um þessi mikilvægu málefni samfélagsins hér. �??�?að er æskilegt að menn tali hispurslaust um t.d. samgöngumálin. �?g mun fjalla um stöðu þeirra eins og þau eru í dag og tala út frá minni reynslu í þeim efnum, eins og öðrum sem upp koma á fundinum.�??