Golfmótið Ufsaskalli var haldið síðastliðinn föstudag á golfvellinum í Vestmannaeyjum. Golfmótið, sem er góðgerðarmót, hefur fest sig í sessi sem eitt af skemmtilegustu golfmótum ársins enda er mest lagt upp úr skrautlegum búningum og fjöri en árangurinn í mótinu er í öðru sæti. Allur ágóði Ufsaskalla rennur í gott málefni en í fyrra naut Sambýlið góðs af því sem safnaðist í mótinu.
�?etta er í sjötta sinn sem mótið er haldið en mótið í ár var sérlega glæsilegt. Fjölmargir leggja hönd á plóg en hitann og þungann af mótshaldinu bera þeir Valtýr Auðbergsson, Magnús Steindórsson og Kristján Georgsson. �?eir eiga þó góða að og fjölmörg fyrirtæki styrkja mótið með glæsilegum vinningum, sem í ár voru að andvirði einnar milljóna króna. �??Með öllu tóku 65 þátt í mótinu og þá tel ég ljósmyndara, kaddía og �??barþernur�?? með,�?? sagði Valtýr í samtali við Eyjafréttir. Leiknar voru 9 holur með Texas scramble fyrirkomulaginu og á endanum voru það þeir Sigurður Bragason og Baldvin �?ór Sigurbjörnsson er stóðu uppi sem sigurvegarar. �??�?að voru veitt ýmis verðlaun, bæði meðan á mótinu stóð og svo eftir það. Eftir mótið var svo boðið upp á veigar í bílskúr Péturs Eyjólfssonar og Margrétar �?orsteinsdóttur, áður en við héldum upp á Háaloftið hjá Bigga Nielsen og Dadda, þar sem Gunnar Heiðar, grillmeistari Ufsaskalla, grillaði ofan í mannskapinn í boði Einsa kalda. Mótið heppnaðist mjög vel og við Kiddi og Maggi erum bæði mjög ánægðir og þakklátir fyrir alla þá hjálp sem við höfum fengið,�?? sagði Valtýr.