Á sínum 50 ára ferli hefur Hljómsveitin Logar verið trú sínum aðdáendum, haldið sig við gömlu lögin sem þeir slógu í gegn með upp úr miðri síðustu öld. Logar hafa komið og farið en aldrei horfið þannig að neistanum er viðhaldið. Flestir ef ekki allir starfa þeir við tónlist til hliðar við þetta barn sitt þannig að þeir eru í standi þegar kallið kemur. �?að sýndu þeir á tónleikunum á föstudaginn í gömlu Höllinni eða Samkomuhúsinu sem nú hýsir Hvítasunnukirkjuna. �?eir voru mættir í gamla bíósalinn þar sem þetta byrjaði allt saman á sjöunda áratugnum. Aðdáendurnir brugðust heldur ekki, fylltu salinn og úr varð tilfinningalegur rússíbani fyrir þá og ekki síður Logana sem fyrir hálfri öld kveiktu elda í brjóstum sem enn loga þó gráu hárin hafi orðið vinninginn.
Upphafið var árið 1964 og stofnendur voru Grétar Skaptason, Helgi Hermannsson, Henry A. Erlendsson, Hörður Sigmundsson og �?orgeir Guðmundsson. Grétar og Hörður eru látnir en Logar dagsins í dag eru bræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir, Henry, Guðlaugur Sigurðsson, �?lafur Bachmann og �?lafur Guðlaugsson, Sigurðssonar. �?eim til halds og trausts voru Hlöðver Guðnason á gítar og Helgi Víkingsson, trommari í Dans á Rósum var með í slagverkinu.
�?að voru kunnugleg andlit sem tóku á móti gestum, í dyrunum stóðu Bragi Í. �?lafsson, Bragi á fluginu og �?orsteinn Sigurðsson, Steini á Stakkó og sætavísurnar voru �?orsteina Grétarsdóttir niðri og Erna Jónsdóttir í Ási á svölunum. �?ll unnu þau í Samkomuhúsinu þegar �?li Ísfeld réði þar ríkjum.
Nánar í Eyjafréttum