�?að dylst engum sem til þekkja, að hvorki Róm né �?jóðhátíðin eru byggð á einum degi. Undirbúningur fyrir �?jóðhátíðina hefst í raun þegar þeirri síðustu lýkur. Í Herjólfsdal hefst vinna á morgun, laugardag kl. 10.00 og sem fyrr vinna margar hendur létt verk. Að mörgu eru að hyggja í verklega þætti undirbúningsins og því þarf þessar tæpu þrjár vikur sem eru fram að �?jóðhátíð, til að byggja mannvirkin og ganga frá öllum þáttum hins verklega. Sem betur fer á ÍBV íþróttafélag margar vinnufúsar hendur sem til langs tíma hafa verið burðarásar �?jóðhátíða, og nú er kallað eftir þeim til starfa í Herjólfsdal á morgun kl. 10.00.