Á vefsíðu New Jersey Herald má finna grein eftir blaðamanninn Greg Watry þar sem hann lýsir heimsókn sinni til Íslands. Watry kom til Íslands ásamt föður sínum, frænda og frænku og segir að það hafi verið eins og að lenda á ókunnri plánetu með sitt sérkennilega landslag. Hápunktur ferðarinnar var þó heimsókn til Vestmannaeyja og snýst greinin að öllu leyti um Eyjarnar og það sem þar er að finna.
Watry segir m.a. frá eldsumbrotunum 1973 og ræðir við Sigurjón Aðalsteinsson á Hótel Vestmannaeyjar um eldgosið. �?hætt er að segja að blaðamaðurinn hafi verið ánægður með máltíð á veitingastaðnum Einsi kaldi, sem Einar Björn Árnason rekur. Wardy lýsir máltíðinni sem �??fantastic�?? og segir humarsúpu staðsins þá bestu sem hann hafi nokkurn tímann smakkað. Hann segir jafnframt leiðinlegt að ferðin skuli ekki hafa verið í september, svo hann gæti smakkað skötu, eða �??rotten skate�??.
Wardy eyddi einni nótt og tveimur dögum en segir að heimsóknin hafi engu að síður haft mikil áhrif á sig.