Sighvatur Jónsson hjá Sigva-media fylgdi ÍBV í bikarúrslitaleikinn á laugardaginn og heim aftur, með myndavélina með í för. Afraksturinn er nú klár og er hægt að sjá hann hér að neðan.
“30 mínútna heimildarmynd um bikarævintýri meistaraflokks karla ÍBV sem sigraði FH 23-22 í úrslitaleik Coca Cola bikarkeppninnar í Laugardalshöll laugardaginn 26. febrúar 2015. Myndin fjallar um ferðalag stuðningsmanna ÍBV auk þess sem sögulegur bikarúrslitaleikur ÍBV og Víkings 1991 kemur við sögu.” segir í umsögn hans um myndina á Vimeo síðu Sigva-media.
“Upptaka og samsetning: Sighvatur Jónsson. Aðstoð við myndatöku á Básaskersbryggju: Gísli �?skarsson. Annað myndefni: Íþróttadeild R�?V. Takk allir sem tóku viðtöl og veittu aðra aðstoð við skemmtilegar upptökur á ferðalaginu 🙂 © 2015 SIGVA media
Styrktaraðilar: Einsi kaldi, Eyjablikk, Godthaab í Nöf, Herjólfur, Hótel Vestmannaeyjar, Huginn, Ísfélag Vestmannaeyja, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi, Sparisjóður Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabær, Viska – Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Vífilfell.”