Fræðsluráð tók fyrir í síðustu viku erindi frá foreldrum barna sem fæddust á síðsta ári, 2014 en erfiðlega hefur gengið að útvega börnunum leikskólapláss. Kemur fram að í vetur var auglýst eftir fleira fólki til að taka að sér daggæslu í heimahúsum, en viðbrögð við þeim voru lítil. Var gripið til þess ráðs að opna gæsluvöllinn Strönd tímabundið fyrir daggæslu. �?ar eru nú 10 börn í vistun og verða fram á sumar. Í ljósi stöðunnar leggur fræðsluráð til að stofnaður verði stýrihópur til að fara yfir daggæsluúræðin í heild, meta stöðuna og leita lausna til skemmri og lengri tíma. Hópurinn skal skila tillögum þess efnis fyrir 8. maí nk. Stýrihópinn skipa: Trausti Hjaltason formaður fræðsluráðs, Hildur Sólveig Sigurðardóttir varaformaður fræðsluráðs, Gunnar �?ór Guðbjörnsson fulltrúi E-lista í fræðsluráði og Erna Jóhannsdóttir fræðslufulltrúi.